Þessi franska laukterta sem á frönsku heitir Quiche Lorraine eða Tarte á l’oignon, allt eftir því við hvern er talað, er fljótleg og mjög fín hvort sem er sem forréttur, aðalréttur eða í saumaklúbbinn.
Deigið:
- 250 g hveiti
- 125 g smjör
- 1 egg
- 1 matskeið vatn
- salt
Fyllingin:
- 3 laukar
- 50 grifinn ostur, helst Gruyere
- 120 g beikon/pancetta
- 2 egg
- 2 eggjarauður
- 2 dl mjólk
- 2 dl rjómi
- múskat
- salt og pipar
Aðferð
- Hitið ofninn í 200 gráður.
- Setjið hveiti í skál ásamt teskeið af salti. Blandið hvetinu og smjörinu saman með puttunum þannig að verði góður massi. Blandið síðan egginu og matskeið af vatni saman við.
- Smyrjið smelliform. Setjið deigið í formið og fletjið það út þannig að það þekji botninn og um 3 sm upp hliðarnar. Bakið í 15 mínútur.
- Saxið laukinn og beikonið.
- Hitið smjör á pönnu og steikið lauk og beikon á miðlungs hita í um 15 mínútur. Laukurinn á að verða mjúkur og gylltur en ekki brúnn.
- Þeytið saman eggin og eggjarauðurnar. Kryddið með salti, pipar og örlitlu múskat.
- Blandið lauk og beikoni saman við eggjablönduna.
- Dreifið rifnum osti yfir botninn. Hellið eggjablöndunni yfir og bakið í 40 mínútur.
Berið bökuna fram volga með stökku salati með góðu vinaigrette.
Vín frá Alasace í Frakklandi passar vel við til dæmis Trimbach Pinot Gris eða Willm Riesling.