Salat úr garðinum

Nú fer hver að verða síðastur að setja niður í matjurtagarðinn ef menn ætla að ná góðri uppskeru í haust. Það er fátt eins gott og heimaræktað salat og kryddjurtir og það er hægt að rækta ótrúlegustu hluti í íslenskum görðum. Miðað við kílóið á klettasalatið og steinselju út úr búð getur það líka verið ansi skynsamleg fjárfesting og mikil búhyggindi að stinga niður nokkrum fræjum og njóta svo fram á haust. Þeir óþolinmóðu geta skellt sér í næstu gróðrastöð og keypt tilbúnar plöntur í gróðrastöðvunum.

Deila.