Pasqua Chardonnay 2008

Pasqua Chardonnay Puglia le Collezioni 2008 er hvítvín frá héraðinu Puglia syðst á Ítalíu, nánar tiltekið á hælnum ef við hugsum um Ítalíu sem stígvél. Þar skín skólin skært og þangað hafa margir víngerðarmenn verið að sækja síðustu árin til að framleiða fersk og sólrík vín til að keppa við þau frá Nýja heiminum.

Vínið er ungt með mildan ferskan ávöxt, sætar og þroskaðar perur, melónu og sítrusávöxt í bland við smá hunangssætu. Létt, ferskt og sumarlegt.

Hentar sem fordrykkur eða með grilluðum fiski.

Mjög góð kaup á 1.399 krónur

 

 

Deila.