Daiquiri

Daiquiri er einn af sígildustu kokkteilum sem til eru. Hann varð til í Kúbu í byrjun síðustu aldar og er kenndur við bæinn Daiquiri á eyjunni. Sagan segir að drykkurinn hafi orðið til er ungmenni í Daiquiri reyndu að búa til ferskan og svalandi rommdrykk. Hin endanlega útgáfa var síðan þróuð fram á barnum á Floridita en barþjónarnir þar tóku upp á því að nota mulinn klaka og Maraschino-kirsuberjalíkjör.

Innihald:

Hálf lime

Dass af Maraschino

50 ml Havana Club 3 años

Aðferð: Setjið í rafmagnsblandara ásamt klaka og hrærið vel saman. Hellið í daiquiri-glös.

Deila.