A Mano Primitivo 2007

Rauðvínið A Mano var með fyrstu vínunum frá Púglíu sem kom hingað á markaðinn en það sást fyrst fyrir rúmum áratug. Þetta Primitivo-vín hjónanna Marks og Elveziu stendur alltaf fyrir sínu og er ennþá eitt besta Púglía-vín sem hingð hefur ratað. Elvezia er frá Norður-Ítalíu, Mark frá Kaliforníu og saman ákváðu þau að búa til vín á Suður-Ítalíu.

A Mano er mjúkur og þéttur Primitivo. Þroskuð bláber og plómur í nefi ásamt leðri og kryddi. Mjúk og þægileg tannín, vinin þykkt og samþjappað. Þetta er gífurlega gott vín fyrir verð sem kemur manni alltaf á óvart og tryggir því fjórðu stjörnuna.

Með ofnbökuðu lambalæri með miðjarðarhafskryddjurtum, ostum.

1.698 krónur.

 

 

Deila.