Casillero del Diablo Merlot 2008

Concha y Toro er langstærsti framleiðandi Chile og raunar með stærri vínfyrirtækjum í heiminum. Það eru ótrúlega mörg vín sem koma úr smiðju þessa vínrisa.  Casillero del Diablo-línan er líklega með þeim þekktari, vín sem ávallt eru traust og áreiðanleg.

Þetta rauðvín er engin undantekning. Casillero del Diablo Merlot 2008 er virkilega gott vín í sínum verðflokki. Dökkt og ungt með angan af fjólum, plómum og ferskum kryddjurtum ásamt vanillusykri. Amerísk eik og mild tannín, vínið þægilega þykkt og aðgengilegt.

Reynið t.d. með pottréttum eða lasagna.

1.799 krónur

 

Deila.