Arthur Metz Riesling 2007

Þetta Riesling-vín er frá Alsace í Norður-Frakklandi frá framleiðandanum Arthur Metz sem er einn sá umsvifamesti í því héraði. Fyrirtækið var stofnað 1904 og byggir framleiðslu sína ekki síst á kaupum á víni og þrúgum frá á sjöunda hundrað vínbóndum víðs vegar um Alsace. Metz er því það sem Frakkar kalla négociant eða eins konar vínmiðlari.  Stærstur hluti vína Arthur Metz er seldur á heimamarkaði í Frakklandi en um fjórðungur er fluttur út um allan heim.

Vínið er ferskt með ríkjandi sítrusangan, sítrónuberki og sætum rauðum blóðgreipávexti, svolítið míneralískt. Heldur ferskleikanum út í gegn í munni, með smá sætu og mildum blómakeim í bland við ávöxtinn.

1.959 krónur. Góð kaup.

 

Deila.