Criollo Torrontes-Chardonnay 2008

Criollo 2008 er hvítvín sem kemur frá Argentínu og er blanda af þrúgunni Torrontes, sem er sú hvíta þrúga sem er hvað mest einkennandi fyrir argentínska víngerð, og Chardonnay. Angan vínsins einkennist í fyrstu af sítrónum í margvíslegri mynd, sítrónuberki og sítrónumarmelaði, skarpt með nokkurri sætu. Eftir því sem vínið stendur lengur í glasi koma hins vegar dæmigerðari Torrontes-einkenni í ljós, krydd og hvít blóm. svolítið Muscat-legt. Í munni hefur það gott jafnvægi sýru og sætu og ágætis lengd. Hið snotrasta vín, ekki síst í ljósi verðmiðans.

Léttur fordrykkur eða t.d. með indverskum eða taílenskum mat.

1.359 krónur

 

 

Deila.