Tennessee Lemonade

Þetta er ferskur og flottur drykkur í anda suðurríkja Bandaríkjanna frá strákunum á Vegamótum. Sítrusinn úr apelsínum og sítrónu blandast saman við Bourbon.

3 cl Jack Daniels

3 cl. Triple Sec

3 cl. nýpressaður sítrónusafi.

Hristið saman í kokkteilhristara með klaka. Hellið í Longdrink-glas með klaka og fyllið upp með Sprite.

Deila.