Bleikar perlur

Þetta er flottur partýdrykkur, suðrænn og skemmtilega bleikur. Jarðarberin gefa bragð, lit og gegna hlutverki klakans. Hann nýtur sín best í háu og mjóu glasi.

6 cl. Passoa

10-15 cl. nýkreystur greipsafi

frosin jarðaber

Fyllið hálft glasið með frosnu jarðarberjunum. Bætið Passoa og greipsafa út í. Hrærið varlega. Skreytið t.d. með berkinum af greipávextinum.

Deila.