Dirty dry Martini

Þetta er ein af klassísku útgáfunum af Dry Martini sett saman að hætti Marco á Thorvaldsen. „Dirty“ Martini eru þeir drykkir kallaðir þar sem legi úr ólívudósinni er bætt saman við.

Kælið Martini-glas með því að fylla það af klaka.

6 cl Bombay Sapphire Gin

1,5 cl Martini Extra Dry Vermouth

2 tsk af ólívulegi

Hellið í kokkteilhristara ásamt klaka. Hrærið þar til orðið ískallt. Hellið í glas. Skreytið með ólívum á kokkteilpinna.

Deila.