Cointreaupolitan

Þessi flotta Cosmo-útgáfa leggur aðaláhersluna á appelsínuna. Við sleppum vodka en aukum magnið af Cointreau í staðinn.

4 cl Cointreau

4 cl trönuberjasafi

2 cl limesafi, nýpressaður

Setjið í kokkteilhristara ásamt klaka. Hristið vel og hellið í Martiniglas.