Jarðaberja Martini

Þessi flotti og ljúffengi vodkatini frá Veroníku á Silfri er jafneinfaldur og hann er góður. Það var Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir á Silfri sem setti hann saman fyrir okkur.

2 cl De Kuyper Wild Strawberry

4 cl. Koskenkorva vodka

Hristið saman í kokkteilhristara ásamt klaka. Hellið í Martiniglas. Skreytið með jarðarberi.

Deila.