Hraðlestin í Lækjargötu

Nýr indverskur veitingastaður hefur opnað í Lækjargötu þar sem Kínahúsið var áður til húsa. Það eru hjónin Chandrika Gunnarsson og Gunnarsson sem reka staðin en þau reka fyrir Austur-Indíafjelagið og Hraðlestina. Nýi staðurinn í Lækjargötu er rekinn undir merkjum Hraðlestarinnar en er þau nokkuð frábrugðin þeim stöðum sem þegar eru reknir við Hverfisgötu, í Spönginni og Smáranum í Kópavogi.

 

Hraðlestin í Lækjargötu er eins konar Hraðlestin plús því að þótt vissulega sé þetta staður þar sem áherslan er á indverskan „skyndibita“ er mun meira lagt upp úr allri umgjörð staðarins. Húsið hefur verið strípað niður að grind og endurgert á glæsilegan hátt með innréttingum sem að stórum hluta voru flutta inn frá Indlandi. Það sem mesta athygli á eflaust eftir að vekja er risið sem er orðið að mögnuðu „lofti“ í anda Bollywood þar sem Plywood-panell þekjur loft og veggi og indversk stemmning ræður ríkjum. Það sem eflaust mun vekja hvað mesta athygli er trillukerfi þar sem matur sem pantaður er niðri er sendur upp í körfu.

Í hádeginu er boðið upp á indverskt götufæði eða „street food“ sem hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu og í boði verða m.a. indverskar „pizzur“, samósur og fleira auk svokallaðra Tiffin-bitaboxa sem eiga uppruna sinn að rekja til Mumbai á Indlandi. Þar er rík hefð fyrir því að sérstakir sendlar eða dabbawalas ferðist um borgina og dreifa hundruð þúsundum skammta á dag til vinnustaða um alla borg.

 

 

 

Á kvöldin verður matseðillinn meira í anda þess sem menn eiga að venjast frá Hraðlestinni og sígildir réttir á borð við Chicken 65 og Tikka Masala verða á sínum stað.

 

 

 

 

Deila.