Rauðnefur

Það er kominn tími á jólakokteilana og Magnús Örn á Domo setti saman þennan kokteil sem hann kallar Rauðnef sérstaklega fyrir Vínotekið.

  • 3 cl. Stolichnaya Vodka
  • 2 cl. Bols Strawberry
  • 1 cl eplasafi
  • 1/2 lime
  • 4 jarðarber
  • 8 myntulauf
  • 2 cl kanilsíróp
  • Grenadine, dass til að styrkja litinn og gefa smá sætu

Kanilsíróp er gert með sama hætti og venjulegt sykursíróp fyrir kokteila nema hvað að kanilstöng er soðin með vatninu og sykrinum.

Byrjið á því að merja saman lime, myntulauf, jarðarber og kanilsíróp í neðri hluta kokteilhristara. Bætið Stoli vodka og Bols ásamt Grenadine saman við og hristið með klaka.

Fyllið Martiniglas af klakamulningi og hellið úr hristaranum í glasið. Það er flott að skreyta grasið með smá lime-crust áður.

Skreytið loks með kirsuberi og myntulaufi og jólakokteillinn er kominn.

 

Deila.