Bollinger Special Cuvée Brut

Boll­in­ger er ekki í hópi stærstu kampa­víns­hús­anna en það er eitt hið allra virtasta. Fyr­ir­tæk­ið var stofn­að í smá­bæn­um Aÿ suð­ur af Reims ár­ið 1829 af tveim­ur mönn­um, að­míráln­um At­hana­se Lou­is Emmanu­el og tengda­syni hans, Jacques Jos­eph Placide Boll­in­ger.

Boll­in­ger á 178 hekt­ara af vín­ekrum og eru þær flest­ar á Grand Cru og Premi­er Crusvæð­un­um. Koma 60-70% af þrúg­un­um, sem not­að­ar eru í Boll­in­gerkampa­vín, af ekrum í eigu fyr­ir­tæk­is­ins. Nokk­ur at­riði ráða úr­slit­um um hinn ein­staka stíl Boll­­ing­erkampa­vína. Í fyrsta lagi byggj­ast þau á Pinot No­ir, öðru frem­ur en alla jafna er Pinot Noir-hlutfallið um 60%

Boll­in­ger er eitt af ör­fá­um fyr­ir­tækj­um í Champagne, sem enn gerj­ar bestu vín sín (ár­gangs­kampa­vín) í eik­arám­um, 200 og 400 lítra, en það hef­ur tölu­verð áhrif á stíl vín­s­ins.

Það á einnig við um hið hefðbundna Bollinger Special Cuvée þar sem eldri eikargerjuðum vínum er bætt saman við  yngri vin. Þetta er kampavín með mikla dýpt og töluvert meiri þroska en flest önnur hefðbundin kampavín. Það er kröftugt með sítrus og engifer ásamt ristuðum hnetum, hunangi og brioche í nefi. Freyðir jafnt og þægilega með löngu bragði. Venjuleg kampavín gerast ekki mikið betri.

7.799 krónur

Deila.