Godfather Sour

Þetta er rosalegur „on the rocks“ drykkur frá Einari Vali Þorvarðarsyni á 101. Það er mikilvægt að nota Bourbon, skoskt viský getur alls ekki komið í staðinn. Samspil Bourbons-ins og möndlunnar í Amaretto er einstakt.

  • 4 cl Jim Beam Black
  • 2 cl Disaronno Amaretto
  • Safi úr 1/2 sítrónu

Hristið vel saman í kokkteilhristara ásamt klaka. Setjið nýja klaka í lágt glas og hellið drykknum yfir klakana. Skreytið með sítrónu.

Deila.