Stranger

Stranger er einn af klassískustu íslensku kokkteilunum. Það var Símon á Naustinu sem upphaflega bjó hann til og naut hann á sínum tíma mikilla vinsælda og gerir raunar enn. Það var Toffi í Perlunni sem setti hann saman fyrir okkur. „Maður gerði þennan mikið í leikhúskjallaranum hér áður fyrr,“ segir Toffi.

1/3 Créme de Cacao

1/3 Triple Sec / Cointreau

1/3 Sítrónusafi

Allt hrist saman með klaka og síað í Martini-glas.

Deila.