Vínótekið á Vinitaly

Stærstu vínsýningu Ítalíu er Vinitaly, sem haldin er árlega í Verona, lauk um síðustu helgi. Forseti Ítalíu Giorgio Napolitano opnaði sýninguna en þetta mun vera í fyrsta skipti sem þjóðhöfðingi Ítalíu heimsækir hana. Napolitano gekk á milli skála á sýningunni, sem þekur gífurlegt flæmi, og sagðist frekar vilja smakka vínin en að halda margar ræður. Hann hrósaði þó ítölskum víngerðarmönnum fyrir framlag sitt til ítalsks þjóðfélags og lýsti því yfir að „vín er menning“.

Þúsundir ítalskra vínframleiðenda kynntu framleiðslu sína á sýningunni að venju, frá Alto Adige í norðri til Sikileyjar í suðri og því úr nógu að velja fyrir þá 152 þúsund gesti sem sóttu sýninguna að þessu sinni.

Vínótekið var meðal sýningargesta og sannreyndi að það er margt spennandi í pípunum á Ítalíu en að auki voru framleiðendur í Veneto og Soave heimsóttir og góðir veitingastaðir leitaðir uppi. Lesendur geta því búist við ítölskum áherslum á næstunni.

Deila.