Verðlækkun á Carlo Rossi

Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að eitthvað lækki í vínbúðunum en samkvæmt tilkynningu hefur verð á Carlo Rossi vínum verið lækkað töluvert í ÁTVR. Þannig kostar nú þriggja lítra kassi af Gallo Family Vineyards White Grenache 3.998 krónur (áður 4.298 krónur), Carlo Rossi California Rosé 1.198 krónur (áður 1.258 krónur) í 75 cl. flösku en 1.998 krónur (áður 2508 krónur) og Rossi White Sparkling 1.198 krónur (1.299 krónur).

Deila.