Domaine de la Moriniére Chardonnay 2008

Þetta hvítvín frá Domaine de la Moriniere er skilgreint sem Vin de Pays du val de Loire og kemur frá vesturhluta Loire-dalsins í nágrenni borgarinnar Nantes. Það hefur víða vakið verðskuldaða athygli og varð meðal annars í fjórða sæti í frönsku keppninni „Chardonnay-de-Monde“ eða Chardonnay um víða veröld fyrr á þessu ári.

Í þeirri keppni taka fyrst og fremst minni, vandaðir framleiðendur þátt og var hún haldin í sautjánda skipti á þessu ári.

Sítrusmikið með sítrónuberki og greipsafa ásamt fíkjum og vanillu. Virkilega ferskt og þægilegt Chardonnay, óeikað og stílhreint. Frábært sumarvín.

Reynið með lime laxinum.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.