Abadal og Roqueta smökkuð

Ramón Roqueta frá stýrði smökkun á vínum Roqueta-fjölskyldunnar sem haldin var á veitingahúsinu Einari Ben fyrr í vikunni. Roqueta á meðal annars vínhúsin Bodegas Roqueta og Abadal, sem er framleitt á ekrum búgarðsins Finca Masies d´Avinyó á svæðinu Pla del Bages norður af Barcelona.

Fjölskyldan stofnaði Bodegas Roqueta árið 1898 og vínhúsið Abadal telst með þeim allra bestu í Katalóníu. Bestu vín Abadal, á borð við Seleccio og 3.9. voru meðal þeirra sem smökkuð voru á Einari Ben og hafa einnig verið fáanleg á nokkrum betri veitingastöðum. Þarna var líka að finna Abadal Cabernet Franc-Tempranillo, óvenjuleg og spennandi þrúgublanda.

Pla del Bages er lítið víngerðarsvæði, staðsett á milli Andorra og Miðjarðarhafsins,og þar eru einungis starfandi 8 vínhús.

Deila.