Domaine Arnoux-Lachaux Bourgogne Pinot Fin

Þrúgan Pinot Noir skiptist í nokkra stofna og einn af elstu klónum hennar er nefndur Pinot Fin. Pinot-vín af þeim stofni þykja alla jafna betri og höfugri en af klónunum Pinot Tordu, sem gefa ekki af sér jafngóðan ávöxt.

Domaine Robert Arnoux er vel þekktur og mjög virtur framleiðandi en tengdasonur Roberts Arnoux, Pascal Lachaux, tók við rekstrinum þegar Arnoux féll frá fyrir nokkrum árum og vínin bera nú nöfn þeirra beggja.

Arnoux-Lachaux Pinot Fin 2008 er dökkt og mikið um sig af standard-Pinot frá Búrgund að vera, þykkt, allt að því Nýjaheimslegt, með þungri kirsuberja- og súkkulaðiangan, tannískt en mjúkt. Lifir lengi, Þrúgurnar koma af ekrum rétt fyrir utan þorpið Vosne-Romanée.

Með flottum steikum, önd og villibráð.

3.590 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.