Risotto Milanese

Fagurgult saffranrisotto er yfirleitt kennt við borgina Mílanó á Norður-Ítalíuog er einn tignarlegasti risotto-réttur sem hægt er að bjóða upp á.

Hráefni:

  • 3 dl Arborio hrísgrjón
  • 20 g nautamergur (flest þjónustulunduð kjötborð geta útvegað merg)
  • 1 lauxur, fínt saxaður
  • 80 g smjör
  • 1 tsk saffranþræðir
  • 1,5 lítri nautasoð
  • 100 g Parmesanostur, rifinn
  • salt

Aðferð:

Hitið soðið að suðu og haldið því heitu, rétt undir suðustig. Hægt er að nota góðan kjötkraft.

Léttsteikið merginn í 50 g af smjöri á stórri pönnu í 2-3 mínútur, bætið lauknum út og steikið áfram í um fimm mínútur. Bætið hrísgrjónunum út á pönnuna og blandið vel saman við smjörið.

Byrjið nú að bæta soðinu út á, einni ausu í einu, þar til grjónin eru fullelduð. Þau eiga ekki að vera mauksoðin heldur halda smá biti. Þetta tekur um 20 mínútur.

Setjið saffranþræðina út á pönnuna ásamt síðustu ausunni og hrærið saman við.

Takið af hitanum. Bætið síðustu 30 g af smjöri og rifna ostinum saman við. Smakkið og saltið ef þarf.

Hægt er að bera fram Risotto Milanese sem forrétt eða millirétt eða með Osso Bucco.

Það eru til margar útgáfur af þessum rétti og aðra uppskrift að Milanese má finna hér.

 

Deila.