Jim Beam Bourbon Mojito

Jim Beam Bourbon Mojito er eins og nafnið gefur til kynna mojito-útgáfa þar sem bourbon kemur í stað romms. Uppskriftina fengum við hjá David á Fiskmarkaðnum.

  • 4 cl Jim Beam Bourbon
  • 3 lime bátar
  • 8-10 myntublöð
  • 1,5 tsk hrásykur

Byrjið á því að merja saman sykur, lime og myntu með staut. Fyllið þá glasið af muldum klaka, hellið bourbon út í, fyllið upp með sódavatni og hrærið vel saman.

Deila.