Gráðostafylltar döðlur umvafðar Serrano-skinku

Þessar safaríku döðlur eru fylltar með gráðosti og chili og og síðan umvafnar spænskri Serrano-skinku. Þetta er tapas-réttur sem er tilvalið upphaf á góðri máltíð.

 

  • 12 ferskar og safaríkar döðlur
  • 2 heilir chilipiparbelgir
  • 75-100 g gráðaostur
  • 6 sneiðar Serrano-skinka (eða ítölsk Prosciutto)

 

Byrjið á því að steinhreinsa döðlurnar. Kjarnhreinsið chilibelgina og skerið í samtals tólf hæfilegar ræmur eða geira. Hver þeirra um 4-5 sm að lengd. Troðið chiliræmunum ásamt vænum bita af gráðosti í döðlurn

Skerið skinkusneiðarnar í tvennt eftir þeim endilöngum. Vefjið sneið af skinku utan um hverja döðlu og festið með tannstöngli.

Penslið með ólívuolíu.

Bakið í ofni við 200 gráður í tíu mínútur.

Með þessu gott ferskt spænskt hvítvín, t.d. Baron de Ley Blanco.

Deila.