Roda fær viðurkenningu

Rauðvínið frá Bodegas Roda í Rioja á Spáni vann á dögunum viðurkenningu hjá Decanter, helsta víntímariti Bretlands, sem besta spænska rauðvínið í verðflokknum yfir tíu pund og jafnframt sem besta „alþjóðlega“ vínið unnið úr spænskum þrúgum.
Verðlaunaafhendingin fór fram í Konunglegu bresku óperunni. 12.254 vín höfðu verið valin til þáttöku, 237 þeirra fengu gullverðlaun og 118 svæðisverðlaun (Regional Troph) og loks fengu 25 vín „International Trophy“. Bodegas Roda er eitt virtasta vínhús Rioja þótt það sé ungt að árum og fékk verðlaunin fyrir 2006 árganginn.

Þess má geta að Roda fékk fyrir ekki svo löngu fullt hús hjá Vínótekinu fyrir hin magnaða 2004 árgang.

Deila.