La Vielle Ferme Blanc 2010

La Vielle Ferme eru vín frá Perrin-fjölskyldunni frönsku sem er þekktust fyrir ofurvínið Chateau de Beaucastel í Chateaneuf-du-Pape. Vieille Ferme eru einfaldari og ódýrari vín sem framleidd eru úr þrúgum frá syðsta hluta Frakklands. Hvítvínið er blanda fjögurra þrúgna, ekki þeirra þekktustu: Borboulenc, Grenache Blance, Ugni Blanc og Vermentino.

Þetta er ungt vín, suðrænt og sumarlegt. Í nefinu suðrænir ávextir, ananas og kívi en einnig þroskuð gul epli, smjördeig og fennel. Það er þykkt í munni, kryddað með sætir peru.

 1.950 krónur. Virkilega góð kaup og fær fjórðu stjörnuna fyrir verð/gæði.

 

Deila.