Barþjónar hafa gaman af að leika sér með útfærslur af Mojito. Valtýr Bergmann á Fiskmarkaðnum setti þennan saman og kallar hann hvorki meira né minna en Ultimate Mojito.
- 3 cl Havana Club Especial
- 1/4 lime
- lúka myntulauf
- 2 tsk hrásykur
- dass vanillusíróp
- 1 tsk rifinn appelsínubörkur
Merjið („möddlið“) allt saman í glasinu með mojito-staut. Setjið klaka í glasið. Hellið í sódavatni og fyllið loks með muldum klaka.