Fokk All

Þessi drykkur Valtýs Bergmanns á Fiskmarkaðnum er suðræn bragðsprengja en drykkinn setti hann saman fyrir síðustu keppni Barþjónafélagsins og varð hann stigahæsti drykkurinn.

  • 4 cl Absolut Pear Vodka
  • 2 cl Mickey Finns Butterscotch Vanilla
  • 3 cl kókosmauk
  • 6 cl ananasmauk

Setjið í kokkteilhristara og hristið vel saman. Hellið í hátt glas og fyllið upp með Sprite. Skreytið með rifsberjum og þurrkuðum kókos.

 

Deila.