Turning Leaf Zinfandel 2009

Turning Leaf-vínin frá Gallo koma oft verulega á óvart fyrir hreinan og tæran stíl og eitthvert besta dæmið um vel heppnað Kaliforníuvín fyrir fjöldamarkaðinn.

Þetta vín úr Zinfandel-þrúgunni er einfalt en afskaplega þægilegt og aðgengilegt. Þroskaður plómuávöxtur, bláberjasulta, kaffi og vanilla, örlítill vottur af anís. Þýkkt og mjög mjúkt, milt í alla staði.

1.989 krónur.Mjög góð kaup.

 

Deila.