Matua Valley Pinot Noir 2010

Pinot Noir þrúgan er mikill gikkur og hún sýnir sjaldan á sér bestu hliðarnar utan heimahagana í Búrgund í Mið-Frakklandi. Á Nýja-Sjálandi virðist henni hins vegar líða afskaplega vel, rétt eins og önnur frönsk þrúga, hin hvíta Sauvignon Blanc.

Þetta er Pinot Noir frá vínhúsinu Matua, sem er með þeim rótgrónustu þar syðra. Þrúgurnar koma frá Marlborough, einhverju þekktasta vínræktarsvæði Nýja-Sjálands. Þetta er mjög aðlaðandi vín, sneisafullt af þægilegum, nokkuð þroskuðum berjaávexti, hindber, brómber, ásamt mildri vanillu. Mjúkt og þægilegt í munni, hefur góða og milda sýru í lokin sem gerir vínið matvænt.

2.499 krónur. Góð kaup.

 

Deila.