Barefoot Shiraz

Barefoot-vínin kalifornísku eru ekki dýr en hafa engu að síður vakið mikla athygli á undanförnum árum einmitt fyrir það hvað þau gefa mikið fyrir peninginn. Þetta vín hér úr þrúgunni Shiraz hefur t.d. hlotið margar viðurkenningar m.a. á International Wine Challenge á síðasta ári, sem er mikil og virt „keppni“ á þessu sviði.

Barefoot Shiraz er ágætlega kröftugt með dökkum, nokkuð þroskuðum ávexti. Kirsuber og plómur ríkjandi, örlítið kryddað. Þetta er ekki vín sem að maður myndi lýsa sem flóknu og margslungnu en það er tæknilega vel gert, stílhreint og hnökralaust.

1.699 krónur. Góð kaup.

 

Deila.