La Granja 360 Syrah 2010

La Granja 360 er vín sem kemur frá spænska héraðinu Carinena í norðausturhluta landsins. La Granja þýðir bóndabýli á spænsku, vínið er hins vegar sveitalegt og nútímalegt í senn. Þetta er hreint Syrah-vín sem ekki hefur komið í neina snertingu við eik og nær að endurspegla einkenni afskaplega vel.

Vínið hefur dökkan og þéttan lit, út í fjólublátt. Kröftugur og kryddaður berjávöxtur, þroskuð rifsber, kirsuber og sólber, örlítið nýmalað kaffi. Skarpt, þétt, ágætlega tannískt. Mjög gott fyrir þetta verð.

1.850 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.