Þetta er alveg hreint mögnuð marínering fyrir kjúkling og er hægt að nota jafnt kjúklingabringur sem úrbeinuð kjúklingalæri.
- 4-5 hvítlauksgeirar, pressaðir
- safi úr 1/2 sítrónu
- safi úr 1 lime
- 1/2 dl gott vínedik
- 3 msk Dijon sinnep
- 3 vænar matskeiðar púðursykur
- 1 msk fljótandi hunang
- 1 tsk chiliflögur
- 1 dl ólívuolía
- salt og pipar
Blandið öllu saman í skál. Látið kjúklinginn liggja í kryddleginum í að minnsta kosti klukkustund en gjarnan yfir nótt í ísskápi.
Grillið og berið fram með t.d. hrísgrjónum og góðu salati.
Með þessu hentar ungt, ferskt og ávaxtaríkt hvítvín, s.s. hið suður-franska Gerard Bertrand Chardonnay.