Terra Nostra Montepulciano d’Abruzzo 2011

Montepulciano er nafn sem oft kemur fyrir í ítölskum vínum. Annars vegar er um ræða þorp í Toskana (og vín sem kennt er við þorpið) og hins vegar er til þrúga sem heitir Montepulciano. Hér er það þrúgan sem er á ferðinni en hún er einmitt þekktust í vínunum frá Abruzzi á austurströnd Ítalíu.

Terra Nostra Montepulciano d’Abruzzo 2011 er fjólublátt á lit, angan af plómum og svörtum berjum ásamt fjólum, kryddað, piprað og tannískt. Það er svolítið hart í fyrstu, vínið er ungt en opnast vel og mýkist. Þetta er einfalt, en mjög þægilegt og gott ítalskt matarvín. Reynið með alvöru ítalskri pizzu eða góðum pastarétti.

1.598 krónur. Mjög gott verð.

Deila.