Alamos Cabernet Sauvignon 2010

Alamos er lína frá argentínska framleiðandanum Catena sem er aðeins ódýrari en þau vín sem seld eru undir nafninu Catena og Catena Zapata. Engu að síður yfirleitt frábær vín fyrir verð, enda Catena einn fremsti framleiðandi Argentínu.

Dökk fjólublátt, sæt bláberjaangan og þroskuð kirsuber, kryddað, þarna er túrmerik en einnig vottur af jasmín og reyk, í munni þykkt og þétt um sig, kröftug en mjúk tannín sem grípa um vínið og gefa því góðan strúktur. Fínt með rauðu kjöti.

2.199 krónur. Góð kaup.

 

Deila.