Alamos Malbec 2010

Alamos-línan frá Catena í Argentínu hefur markað sér stöðu sem hágæðavín á lágu verði enda er vínhúsið Catena með þeim virtustu í Suður-Ameríku. Vínin hafa yfir sér „alþjóðlegan“ blæ en halda jafnframt í uppruna sinn og einkenni Mendoza-svæðisins við rætur Andesfjallannna.

Dökkrauður, þéttur litur, plómusulta og þroskuð sólber í nefi, ávöxturinn sætur og þykkur, kryddaður með lakkrístónum og vindlakassa,  í munni feitt, sætur ávöxutr með þéttri sýru og tannínum, gefið tíma til að opna sig, það þarf á því að halda.

2.199 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.