Þetta hrökkbrauð er hrikalega gott og frábært sem viðbit á milli mála eða þá með t.d. osti eða kotasælu með morgunmatnum eða kaffinu.
- 2 dl haframjöl
 - 2 dl gróft spelt
 - 1,25 dl sólblómafræ
 - 1/2 dl sesamfræ
 - 1/2 dl hörfræ
 - 1/2 dl valhnetur, saxaðar
 - 1/2 tsk salt
 - 1/4 dl ólífuolía
 - 1/4 dl sesamolíla
 - 3,75 dl vatn
 
Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Hrærið vatnið og olíurnar saman við.
Setjið bökunarpappír á plötu. Dreifið jafnt úr deiginu þannig að það þekji plötuna.
Sáldrið smá aukalega af sesamfræjum yfur,
Setjið inn í 160 gráðu heitan ofn. Eftir tíu mínútur er platan tekin og deigið skorið í ferninga, í þeirri stærð sem þú vilta hafa bitana, með pizzuskera. Setjið aftur inn í ofninn og bakið í um klukkustund í viðbót.