Peter Lehmann Shiraz 2010

Peter Lehmann vínin hafa lengi verið auðþekkjanleg á listaverkunum sem að prýða flöskumiðana. Nú er að verða breyting þar á því að brjóstmyndir af stofnandanum sjálfum, Peter Lehmann, prýða nú miðana.

Innihaldið er hins vegar það sama og árið 2010 var afburðaár í Barossa. Lehmann Shiraz 2010 er dökkt á lit, angan sæt, skörp, svört ber og plómur,spritt og súkkulaði í bland við lakkrís og kókos. Enn mjög ungt, þykkur, tannískur og kryddaður ávöxtur í munni, situr lengi eftir. Með rauðu kjöti, nauti og lambi, jafnvel villibráð.

2.599 krónur Mjög góð kaup.

Deila.