Catena Malbec 2010

Vínhúsið Catena er eitt stærsta nafnið í argentínska víniðnaðinum og vínin þaðan klikka að heita má aldrei. Þess má geta að þetta vín var í 58. sæti yfir 100 bestu vín ársins 2011 hjá Wine Spectator.

Þetta 2010 vín er virkilega flott, kröftugur dökkur berjaávöxtur, bláber, krækiber, bökuð kirsuber, en einnig blóm og krydd. Heitt, og tannískt í munni, öflugt og ágengt.  Verulega flott fín, þarf rauða steik.

2.948 krónur. Frábær kaup.

Deila.