Tommasi Appassimento Adorato 2011

Hvíta appassimento-vínið frá Tommasi er að hluta gert úr þurrkuðum þrúgum rétt eins og hið rauða. Það er mun óalgengara að þeirri aðferð sé beitt við gerð þurra hvítvína en útkoman er áhugaverð. Vínði heldur góðum ferskleika,  í nefi fíkjur, apríkósur líka þurrkaður ávöxtur s.s. ljósar rúsinur, vottur af hunangi og hnetum í nefi, sætur og þægilegur ávöxtur. Þokkaleg fylling og lengd.

1.999 krónur. Góð kaup.

Deila.