Torres Salmos Priorat 2009

Salmos er eitt af nýrri vínum Miguel Torres. Víngerðarhúsið er stöðugt að færa út kvíarnar og framleiðir nú vín á helstu víngerðarsvæðum Spánar. Það er því óhjákvæmilegt að hafa Priorat-vín í safninu en þetta litla svæði syðst í Katalóníu er táknmynd margra um spænsk ofurvín.

Vínið er blanda úr Grenache, Syrah og Carinena en það var árið 1996 sem að Torres byrjað að að gróðursetja vínvið í grýttum jarðvegi Priorat.

Angan er mjög krydduð, áberandi lakkrís, vanilla, kanilstöng, mjög djúpur og dökkur ávöxtur, kókos, súkkulaði. Flókið, þurrkað og þykkt. Klassavín. Reynið með villibráð, t.d. með rjómabættri berjasósu.

3.999 krónur.

Deila.