Chateau l’Hospitalet 2009

Chateau l’Hospitalet er flokkað sem flaggskip vína Gerard Bertrand en vínhúsið Hospitalet er á svæðinu La Clape í grennd við Narbonne í Suður-Frakklandi. Vínið er blanda úr suður-frönsku þrúgunum Syrah, Grenache og Mourvédre og þetta er engin smásmíði. Massað og djúpt, með lagi eftir lagi af brögðum, dökkur, þroskaður, nær sultaður berjaávöxtur, krydd og vanilla úr eikinni. Feitt og þykkt í munni með mjög mjúkum og kröftugum tannínum, lakkrís/anís  í bland við ávaxtamassann og eikina. Með kröftugum lambaréttum.

5.499 krónur.

Deila.