St. Clair Vicar’s Choice Riesling 2009

Flestir tengja nýsjálensk hvítvín við Sauvignon Blanc. Aðrar norður-evrópskar þrúgur þrífast hins vegar ekki síður vel í hinu nýsjálensku loftslagi og mjög vel hefur tekist þar til við ræktun á Riesling.

Þessi Riesling frá St. Clair er sætur og þægilegur, Í nefi smá steinolía sem er svo dæmigerð fyrir Riesling sem er farinn að sýna smá þroska, greipávöxtur og limebörkur. Í munni sætur sítrusávöxtur en þó langt í frá væminn, góð sýra, þægilegt vín.

2.399 krónur.

Deila.