Campo Viejo Gran Reserva 2004

Hér er önnur Gran Reserva frá hinum magnaða Rioja-árgangi 2004 sem var einn hinn besti á síðasta áratug, að þessu sinni frá vínhúsinu Campo Viejo.

Mild, sæt og krydduð angan af við, tóbaki og rauðri berjasultu, smá fjós,  eikin áberandi. Þétt og sýrumikið í munni, kröftug tannín. Vín fyrir nautasteik og kröftuga osta á borð við Parmigiano eða Primadonna.

2.999 krónur. Ágætis kaup.

Deila.