JP Azeitao 2010

Portúgal er spennandi víngerðarland sem stöðugt fleiri uppgötva en þetta rauðvín kemur frá svæðinu Peninsula de Setúbal sem er rétt suður af höfuðborginni Lissabon. Ungt og óeikað rauðvín úr þrúgunum Castelao, Aragonez og Syrah. Léttur ungur og berjaríkur ávöxtur í nefi, kirsuber, sólber, mild krydd og svartar ólífur. Örlitil beiskja í munni, tannín og þroskaður berjaávöxtur.

1.679 krónur. Góð kaup á því verði og fær vínið hálfa stjörnu aukalega fyrir verð/gæði.

Deila.