Absolutely Bonkers

Arnaldur Bjarnason veitingastjóri á Tapashúsinu var meðal þeirra sem að tóku þátt í Absolut Invite keppninni. Drykkur hans hét ABSOLUT-ely Bonkers.

  • 4cl. Absolut Citron
  • 6cl. Límonaði

Hrist duglega saman með 2 sneiðum af chili. Hellt í viskýglas. Toppað með sítrónumarens sem er brúnaður í toppinn með gasbrennara.

Límonaðið

Safi kreystur úr fersku lime. Samtals 30 cl. Fyrir 5 drykki. 5 matskeiðar af hvítum sykri skellt útí safann og 9 cl. af vatni. Hrært saman þangað til að sykurinn er allur leystur upp.

Sítrónu-marens.

100gr. Eggjahvítur. 100gr. SOSA sítrónusykur. Pískað saman í hrærivél þangað til að marensin er orðinn vel þéttur og fallega glansandi. Sett í sprautupoka.

Lag: Nilsson Schmilsson: Coconut

httpv://youtu.be/GUCW7dT1Ras

httpv://youtu.be/cR4VKMqlYnU

Deila.