Vidal Fleury Cotes du Rhone 2009

Vidal-Fleury er vínhús sem getur verið státað sig af því að vera elsta vínhús Rhone-dalsins sem að enn er í rekstri. Það er nú í eigu hins virta vínhúss E. Guigal en er rekið sem sjálfstæð eining. Þetta rauðvín frá Cotes du Rhone er frá hinum afburðagóða 2009 árgangi og stendur svo sannarlega fyrir sínu.

Dimmur, þykkur ávöxtur, plómur og sultuð krækiber, tóbakslauf, nokkuð kryddað, svolítið piprað. Djúpt, vel uppbyggt og nokkuð kröftugt, flottur ávöxtur í munni. Alvöruvín. Með kjöti, ekki síst lambakjöti, gjarnan eldað með kryddjurtum, eða önd

2.590 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.