Saltfiskur með ólífum og chili

Saltfiskur eða Bacalao er vinsæll víða í Suður-Evrópu og þar eru til fjölmargar leiðir til að breyta honum í veislumáltíð.

Fleiri uppskriftir að saltfisk má finna hér.

  • 800 g saltfiskur, góð hnakkastykki, vel útvötnuð
  • hveiti
  • ólífuolía
  • hvítur pipar

Skerið saltfiskinn í bita, veltið upp úr hveiti. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn. Piprið.

  • 1 dós svartar ólífur, steinlausar
  • 2 rauðir chilibelgir
  • 2 heilir hvítlaukar
  • ólífuolía
  • Salt og pipar

Skerið chili og hvítlauk í sneiðar. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk og chili í nokkrar mínútur án þess að brúna. Bætið næst ólífunum út á. Saltið og piprið.

Með þessu er gottt að hafa smjörsteiktar kartöflur. Forsjóðið kartöflurnar, skerið í tvennt og smjörsteikið Bætið við rifnum sítrónuberki og fínsaxaðri steinselju .Saltið og piprið.

Deilið fiskbitunum, ólífunum og kartöflunum á diska og berið fram.

Það er hægt að hafa bæði hvítt og rautt með þessum rétt. Við mælum með suður-frönsku rauðvíni á borð við Laurent Miquel L’Artisan.

Deila.